Fréttir

Hin íslenska hljómsveit Of Monsters and Men
Sunnudagur 4. ágúst 2013 kl. 09:46

Hin íslenska hljómsveit Of Monsters and Men

Bandið var stofnað árið 2009 og var hluti af sólóverkefni Nönnu Bryndísar sem hét Songbird, þau spila Indie/pop í bland við þjóðlagapopp. Meðlimir sveitarinnar eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sem spilar á gítar og er aðalsöngvarinn. Ragnar Þórhallsson sem er annar aðalsöngvarinn og spilar á gítar, Brynjar Leifsson spilar á gítar og sér um bakraddir, Arnar Rósenkranz Hilmarsson er trommari og sér um bakraddir, Kristján Páll Kristjánsson spilar á bassa og sér um bakraddir.

Árið 2011 gerðu þau plötusamning við plötufyrirtækið Republic Records sem er hluti af Universal Music Group í bandaríkjunum. Sama ár urðu þau þekkt með þeirra smell Little Talks í útvarpsstöð í Fíladelfíu sem heitir Radio 104.5. Platan þeirra My Head Is an Animal var gefin út fyrst á íslandi árið 2011 þar sem Little Talks fór beint á toppinn á vinsældarlistum. Með þeirra vinsældum á íslandi og í Bandaríkjunum gerðu þau plötusamning við Universal um alþjóðlega markaðssetningu á plötu þeirra. Bandið gaf út fjögur lög á smáplötu þeirra Into the Woods þann 20.Desember árið 2011 og svo árið 2012 gáfu þau út plötu sína í Bandaríkjunum. Platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu í Bandaríkjunum á iTunes sem er eitt þekktasta tónlistarforritið í heiminum, engin íslensk hljómsveit hefur nokkuð tímann náð svona langt áður. Bandið byrjaði að spila 13. mars 2012 í Norður-Ameríku og það var uppselt á alla tónleika þeirra. Svo tóku þau smá pásu og byrjuðu að túra um Evrópu þann 23.apríl árið 2012. Svo fóru þau aftur til Bandaríkjanna að túra í allt sumar á þessu ári.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Of Monsters and Men unnu árið 2010 Músíktilraunir sem er hljómsveitarkeppni sem haldin er árlega á íslandi og stendur yfir í 5 daga, ungt fólk á aldrinum 13-25 ára mega taka þátt og það eru um 40 hljómsveitir sem keppa með því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir fara í úrslit. Fyrstu 3 böndin sem eru í efstu sætunum keppa um þriðja til fyrsta sæti. Sigurvegarar keppninnar fær tíma í hljóðveri og fær gjafabréf frá Icelandair til að spila erlendis og fær tíma í hljóðveri með þekktum tónlistarmanni. Að spila á Iceland Airwaves var hluti af verðlaunum þeirra í Of Monsters and Men. Það verður gaman að fylgjast með þeim næstu ár og sjá hvað þau gera.

Kv Friðrik Guðmundsson