Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Hérna er kvikuinnskotið við Grindavík
Umbrotasvæðið á Reykjanesskaganum eins og Veðurstofa Íslands sýndi það á íbúafundi í Grindavík í kvöld.
Fimmtudagur 19. maí 2022 kl. 22:46

Hérna er kvikuinnskotið við Grindavík

Hér má sjá eina af myndum kvöldsins frá íbúafundi í Grindavík vegna óvissustigs sem lýst var yfir vegna jarðskjálfta og náttúruvár við Grindavík. Hér má sjá umbrotasvæðið og appelsínugula beltið sem teiknað er inn á kortið er kvikuinnskotið sem verið hefur núna í maí. Það er um sjö til átta kílómetrar að lengd og er á 4-5 km. dýpi eins og staðan er núna.

Beltin í bláu litunum eru innskotin þrjú sem urðu árið 2020 og marka upphafið af því tímabili sem nú stendur yfir.

Nánar verður fjallað um íbúafundinn á vef Víkurfrétta á morgun, föstudag.

Glæný InSAR gervitunglamynd sem sýnir þensluna við Þorbjörn og í Svartsengi.

 

Public deli
Public deli