Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Gasmengun í Vogum
Gosmökkur og bjarmi séður frá Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 5. apríl 2021 kl. 23:07

Gasmengun í Vogum

Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Fagradalsfjalli.

Í nótt er útlit fyrir fremur hæga norðaustan- og austanátt á gosstöðvunum, og gasmengun gæti því blásið yfir Grindavík. Á morgun verður áttin vestlæg eða breytileg og einhverrar gasmengunar gæti orðið vart í Ölfusi.

Allar upplýsingar um veður-, vinda- og gasmengunarspár má finna á vef Veðurstofu Íslands.