Flugger
Flugger

Fréttir

Fundað um framtíð einkarekinna fjölmiðla með allsherjar- og menntamálanefnd
Föstudagur 12. maí 2023 kl. 06:55

Fundað um framtíð einkarekinna fjölmiðla með allsherjar- og menntamálanefnd

Í fyrsta skipti í rúm fjörutíu ár í blaða/fréttamennsku og útgáfu var ritstjóri Víkurfrétta kallaður á fund hjá opinberum aðila til að ræða stöðuna og framtíðina í fjölmiðlun. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis boðaði Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum og Magnús Magnússon hjá Skessuhorni á Vesturlandi á fund í síðustu viku. Víkurfréttir og Skessuhorn eru stærstu staðarfjölmiðlarnir á landinu og báðir í einkaeigu.

Nefndarmenn spurðu ritstjórana spjörunum úr og þeir sögðu frá þeirra stöðu og framtíðarmúsík þeirra miðla en staða einkarekinna fjölmiðla hefur verið mikið í umræðunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ríkið vill styðja við einkamiðlana og er að skoða ýmsa möguleika í því og horfir m.a. til Norðurlandanna. Þar er meiri tilhneiging til þess að miðlarnir séu með áskrift, þó ekki algild. Víkurfréttir eru með ókeypis aðgang að öllu sínu efni þannig að það myndi þýða verulegar breytingar á rekstrinum ef það yrði skilyrði fyrir ríkisstyrk.

Á myndinni eru fulltrúar Víkurfrétta og Skessuhorns með nefndarfólki allsherjar- og menntamálanefndar. Tveir Suðurnesjamenn eru í nefndinni; Jóhann Friðrik Friðriksson og Birgir Þórarinsson.