Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Fólk í mikilvægum erindagjörðum áætli allt að klukkutíma umfram hefðbundinn ferðatíma
Mánudagur 15. maí 2023 kl. 21:48

Fólk í mikilvægum erindagjörðum áætli allt að klukkutíma umfram hefðbundinn ferðatíma

Dagana 16. og 17. maí 2023 fer leiðtogafundur Evrópuráðsins fram í Hörpu í Reykjavík. Lögreglan á Íslandi sér um öryggisgæslu vegna fundarins. Um viðamikið verkefni er að ræða og flest starfsfólk lögreglu á Íslandi kemur að skipulaginu á einn eða annan hátt. Tafir geta orðið á samgöngum milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur vegna fundarins.

Fólk sem þarf að ferðast um Reykjanesbraut má búast við umferðartöfum 16. og 17.maí. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að erfitt sé að áætla hvað biðtími gæti orðið langur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það er alveg ljóst að hann mun styttast ef fleiri taka almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða hafa kost á því að ferðast milli staða utan háanna tíma. Þegar álagið er mest væri eflaust gott að þau sem eru í mikilvægum erindagjörðum áætli allt að klukkutíma umfram hefðbundinn ferðatíma milli staða,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.Mestu álagstímarnir eru þegar fylgdirnar sjálfar eru en eðli málsins samkvæmt keyra þær frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudeginum 16. maí og frá Reykjavík um Reykjanesbraut þann 17. maí.Þann 16. maí eru álagstímarnir helst milli 14:00 og 17:00 en það má þó búast við fylgdum allan daginn.

Þann 17. maí eru helstu álagstímarnir frá hádegi og til 15:00

Á meðan fylgd keyrir í gegn er leiðin hreinsuð af öðrum ökutækjum og tímabundin lokun er þá á vegum. Þegar fylgdin er farin framhjá er opnað aftur fyrir umferð.

„Við munum reyna eins og mögulegt er að hleypa umferð inn á milli fylgda til þess að viðhalda sem bestu flæði á umferð,“ segir Gunnar Hörður.

Sjá upplýsingasíðu lögreglu um leiðtogafund Evrópuráðsins: https://island.is/v/logreglan-rvksummit