Rúmfatalagerinn 17.maí
Rúmfatalagerinn 17.maí

Fréttir

Fjölmargar umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar
Sunnudagur 11. apríl 2021 kl. 06:18

Fjölmargar umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar

Í ár bárust 25 umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar, þar af voru tólf umsóknir um þjónustusamninga og þrettán umsóknir um verkefnastyrki.

Til úthlutunar voru tæpar 5,2 milljónir króna. Til tólf þjónustusamninga var úthlutað 1,6 milljónum króna. Úthlutun var m.a. byggð á grundvelli ársskýrslna fyrir 2020 en í mörgum menningarhópum var starfsemi mjög takmörkuð á síðasta ári vegna Covid-19 en úthlutanir til hópanna þá látnar halda sér að fullu. Til þrettán verkefnastyrkja var úthlutað 3,15 milljónum króna sem verða greiddir út að afloknum verkefnum og afhendingu skýrslu þess efnis.

Sólning
Sólning