Stfs
Stfs

Fréttir

Fimmtíu ökumenn með of þungan bensínfót
Miðvikudagur 5. ágúst 2020 kl. 07:42

Fimmtíu ökumenn með of þungan bensínfót

Bensínfóturinn á mörgum ökumönnum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum var í þyngra lagi dagana fyrir og um verslunarmannahelgina. Þá voru rúmlega fimmtíu ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Einn þeirra ók Reykjanesbraut á 134 km hraða í gærmorgun og var hann grunaður um ölvunarakstur.

Annar sem hafði mælst aka á 110 km hraða gaf í eftir að lögregla hafði haft afskipti af honum og mældist þá á 115 km hraða.

Þá voru þrír undir stýri án ökuréttinda, þar af einn sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi.