Fréttir

Fer næst því að klára byggingarheimildir á svæðinu
Þriðjudagur 12. september 2023 kl. 06:27

Fer næst því að klára byggingarheimildir á svæðinu

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillögu að breytingu að deiliskipulagi á lóð Verne Global að Valhallarbraut 868 á Ásbrú til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Með deiliskipulagstillögunni, dagsettri 15. maí 2023, er skipulagið uppfært og afmörkun breytt. Skipulagssvæðið stækkar til austurs svo heildarskipulagssvæðið fer úr 13,0 ha í 16,16 ha. Aðkomu að lóð er breytt og lega Þjóðbrautar, sem er utan skipulagssvæðis en innan skipulagssvæðis Isavia, breytist.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þar sem tillagan fer næst því að klára byggingarheimildir á svæðinu þarf að breyta aðalskipulagi og auka byggingarheimildir áður en frekari skipulagsáætlanir á svæðinu verða teknar fyrir. Deiliskipulagið var auglýst og ábending barst frá Landsneti varðandi strenglagnir og hefur skipulagsuppdrætti verið breytt til samræmis.