ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Endurreisn, efling og framtíðarmótun atvinnulífs í Grindavík
Mánudagur 17. nóvember 2025 kl. 16:35

Endurreisn, efling og framtíðarmótun atvinnulífs í Grindavík

Verkefnið Grindavík – Saman í sókn hófst með öflugum staðarfundi í Gjánni 12. nóvember þar sem stjórnendur og lykilstarfsmenn frá 21 fyrirtæki í Grindavík komu saman til að hefja sameiginlegt starf í átt að endurreisn, eflingu og framtíðarmótun atvinnulífs bæjarins. Verkefnið stendur yfir frá nóvember 2025 til febrúar 2026.

Verkefnið er á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, unnið í nánu samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Grindavíkurbæ. Íslenski ferðaklasinn leiðir framkvæmd verkefnisins í samstarfi við marga góða aðila, s.s Sjávarklasann, Íslandsstofu og fleiri. Verkefnið er fjármagnað úr sjóði Byggðaáætlunar 2022-2036.

Sterkur vilji, samstaða og framtíðarsýn

Á fundinum ríkti sterkur andi samstarfs og bjartsýni á framtíðina. Þátttakendur lýstu sameiginlegum vilja til að endurbyggja samfélagið, skapa ný tækifæri og efla atvinnulíf Grindavíkur með framsýni, seiglu og nýsköpun að leiðarljósi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í umræðum kom fram skýr þörf á að byggja á þeim sterku gildum sem Grindavík hefur löngum staðið fyrir. Jafnframt var bent á mikilvægi þess að auka skilning þeirra sem starfa utan svæðisins á sérstöðu Grindavíkur og tryggja að þau tækifæri sem felast í sameiginlegri nálgun atvinnulífsins verði nýtt til fulls. 

Sérstaka athygli vakti þátttaka nýs fyrirtækis í sælgætisframleiðslu sem nýverið hefur hafið starfsemi í Grindavík – skýr vísbending um trú á framtíðinni og þann kraft sem býr í samfélaginu.

Sameiginlegur vettvangur atvinnulífsins

Verkefnið Grindavík – Saman í sókn er sameiginlegur vettvangur fyrirtækja í Grindavík til að:

  • efla rekstrarhæfni fyrirtækja eftir áföll,
  • auka verðmætasköpun og þróa ný verkefni,
  • styðja við uppbyggingu bæjarins til framtíðar,
  • styrkja tengsl og samvinnu ólíkra atvinnugreina.

Sérstök áhersla er lögð á ferðaþjónustu, bláa hagkerfið, þjónustu, skapandi greinar og iðnað – stoðir sem saman endurspegla fjölbreytni og styrk atvinnulífs Grindavíkur.

Fundarröð og vinnustofur

Fundurinn í Gjánni markaði upphaf að sex vinnustofulotum þar sem fyrirtækin taka þátt í samræðu, greiningu og framtíðarmótun á grundvelli aðferða samkeppnishæfni og klasasamstarfs.Markmiðið er að kortleggja tækifæri, greina þarfir fyrirtækja og móta sameiginlega sýn til næstu ára.

Hvaða sögu vilja Grindvíkingar segja?
Sú vinna verður leiðarljós áframhaldandi uppbyggingar og ímyndarvinnu bæjarins.

Þátttakendur í Grindavík – Saman í sókn

  1. Fishhouse
  2. Fisktækniskóli Íslands
  3. Guðlaugsson ehf
  4. Fjórhjólaævintýri ehf
  5. Grindavíkurbær
  6. Hérastubbur
  7. Sæbýli hf.
  8. PGV Framtíðarform ehf
  9. Neskja ehf.
  10. HH smíði
  11. Converted Water Tower
  12. Vísir ehf.
  13. VIGT
  14. Grindin ehf
  15. Rúnar málari og Hárhornið
  16. Vélsmiðja Grindavíkur ehf
  17. Gistihús Grindavíkur ehf
  18. Grindavík Seafood ehf
  19. Hótel Grindavík
  20. Sólskip ehf
  21. Discover Grindavík
Dubliner
Dubliner