Fréttir

Efla félagsleg tengsl með nýjum ærslabelg á Ásbrú
Það var heldur betur hoppað og skoppað þegar ærslabelgurinn var tekinn í notkun. VF-myndir: JPK
Miðvikudagur 21. september 2022 kl. 11:44

Efla félagsleg tengsl með nýjum ærslabelg á Ásbrú

Börn­in á Ás­brú geta nú skemmt sér og eflt fé­lags­leg tengsl á nýj­um ærslabelg sem SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa fært Reykja­nes­bæ að gjöf. Þetta er í fyrsta sinn sem SOS styrk­ir verk­efni í þágu barna hér á landi en það er mögu­legt vegna sam­starfs­verk­efn­is­ins A Home for a home með íbúða­leigu­fé­lag­inu Heimsta­den.

Íbúum á Ásbrú var boðið að koma og skoða ærslabelginn síðasta föstudag og þiggja grillaða hamborgara og drykki. Þá mætti Íþróttaálfurinn á svæðið var var með skemmtiatriði fyrir yngri kynslóðina.

Í myndasafni neðst á síðunni má sjá fleiri myndir sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á hátíðinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ærslabelgur á Ásbrú | September 2022