ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Brunahani ekinn niður
Það getur orðið vatnsflóð þar sem brunahanar eru eknir niður. Þessi mynd er úr safni.
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 09:49

Brunahani ekinn niður

Brunahani var ekinn niður á Suðurnesjum um helgina. Sá sem það gerði ók af vettvangi, án þess að láta vita, en skildi brunahanann eftir frussandi vatni í allar áttir. Þá var ekið á bifreið í Keflavík og ökumaðurinn sem það gerði ók einnig á brott án þess að gera vart við sig.

Tveir ökumenn óku of hratt, annar á 109 og hinn á 124 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Átta ökumenn voru kærðir fyrir að leggja bílum sínum ólöglega og fimm til viðbótar voru ekki með öryggisbelti spennt. Loks voru tveir ökumenn ekki með ökuskírteini sín meðferðis.

Bílakjarninn
Bílakjarninn