Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Íþróttir

Benchmark Genetics styður meistaraflokk Þróttar og barnastarf félagsins til frekari dáða
Þriðjudagur 20. maí 2025 kl. 15:04

Benchmark Genetics styður meistaraflokk Þróttar og barnastarf félagsins til frekari dáða

Benchmark og Þróttur í Vogum endurnýjuðu samstarfssamning á dögunum. Benchmark eru aðalstyrktaraðili félagsins og hefur verið frá árinu 2014.

„Við Þróttarar fögnum þessum nýja samningi mjög mikið, hann gerir okkur kleift að halda áfram uppbyggingu félagsins, ekki síst í yngri flokka starfinu. Stuðningur Benchmark er mjög mikilvægur fyrir félagið og alla starfsemi þess.

Við erum mjög ánægðir með byrjunina á þessu sumri, meistaraflokkurinn okkar hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru efstir en okkur var spáð 8. sæti af þjálfurum og fyrirliðum félaganna. Andinn er frábær í hópnum og öllu félaginu, við erum brattir fyrir sumrinu enda hvernig á annað að vera hægt þegar veðurguðirnir spila þetta svona frábærlega með okkur eins og þessa dagana,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Á meðfylgjandi mynd má sjá Benedikt Hálfdanarson, framkvæmdastjóra Benchmark Genetics Iceland hf., og Guðbjörgu Oddný Jónasdóttir samskiptastjóra, við undirritun samningsins.

Fulltrúar Þróttar á myndinni eru frá vinstri: Hilmar Ólafsson sem er formaður Knd. Þróttar, leikmaðurinn Ásgeir Marteinsson, Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri, leikmaðurinn Jón Kristinn Ingason og Auðun Helgason, þjálfari meistaraflokks.