Rétturinn atvinna
Rétturinn atvinna

Fréttir

Blóðsykurmæling Lions í Nettó í dag
Föstudagur 17. nóvember 2023 kl. 14:01

Blóðsykurmæling Lions í Nettó í dag

Lions á Suðurnesjum mun standa fyrir sinni árlegu blóðsykurmælingu föstudaginn 17. nóvember í Nettó Krossmóa 4 í Reykjanesbæ milli kl. 13 og 16.

Mælingin er hluti af landsátaki Lionshreyfingarinnar og vitundarvakningu um sykursýki.

Nóvember ár hvert er mánuður sykursýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á fría blóðsykurmælingu. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki

Mælingin er öllum að kostnaðarlausu og viljum við hvetja alla bæjarbúa til að nýta sér þessa þjónustu Lions.