Optical studio
Optical studio

Fréttir

Bjóða húsnæði í Vogum fyrir matvöruverslun
Föstudagur 18. nóvember 2022 kl. 15:56

Bjóða húsnæði í Vogum fyrir matvöruverslun

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember sl. að auglýsa verslunarhúsnæðið Iðndal 2 í Vogum til leigu og leita tilboða frá áhugasömum rekstraraðilum. Sveitarfélagið sem eigandi að húsnæðinu vill auka þjónustustig við bæjarbúa og þess vegna kemur eingöngu matvöruverslun til greina.

Um er að ræða 128 fermetra verslunarpláss fyrir matvöruverslun á góðum stað í Sveitarfélaginu Vogum.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

Fyrir í sömu byggingu eru skrifstofur sveitarfélagsins, snyrtistofa og sjúkranuddstofa og fyrirhugað er að fleiri þjónustuaðilar munu bætast við á næstunni.

Þá eru sjálfsafgreiðsludælur fyrir eldsneyti á lóð fyrir framan húsnæðið og hraðbanki auk þess sem uppsetning á sjálfvirkri afgreiðslustöð fyrir pakkasendingar er fyrirhuguð.

Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast til leigumiðlunarinnar fyrir 23. nóvember 2022 en Leigumiðlun Suðurnesja annast málið fyrir Sveitarfélagið Voga, segir á vef bæjarins.

„Í samræmi inntak gildandi innkaupastefnu sveitarfélagsins samþykkir bæjarráð að auglýsa eftir tilboðum í húsnæðið til leigu undir rekstur matvöruverslunar. Að skilgreindum auglýsingatíma loknum mun bæjarráð yfirfara tilboð og taka ákvörðun um gerð leigusamnings,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á síðasta fundi ráðsins.