Kalka
Kalka

Fréttir

Axel Nikulásson er látinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 22. janúar 2022 kl. 17:05

Axel Nikulásson er látinn

Axel Nikulásson, starfsmaður hjá Utanríkisráðuneytinu og körfuboltamaður er látinn, aðeins 59 ára að aldri. Axel glímdi við krabbamein síðustu ár en lést 20. janúar. 

Axel ólst upp í Keflavík, stundaði nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og kenndi þar um tíma eftir námið. Hann lauk háskólaprófi frá East Stroudsburg University og starfaði lengst af fyrir utanríkisþjónustu Íslands, m.a. í Bandaríkjunum, Kína og London. 

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Hann var einn af lykilmönnum Keflvíkinga í körfubolta í mörg ár og varð Íslandsmeistari með liðinu 1989 en gekk svo til liðs við KR og varð meistari með þeim ári síðar. Axel lék 69 landsleiki og þjálfaði körfuboltalið með góðum árangri í nokkur ár.

Eftirlifandi eiginkona Axels er Guðný Reynisdóttur en þau eignuðust þrjú börn.

Á timarit.is má sjá viðtöl sem Víkurfréttir hafa átt við Axel á hans ferli, m.a. árið 2012 sem sjá má hér.