Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Fréttir

Áningarstaðir sunnan við  Þorbjörn og vestan Lágafells
Þorbjörn og umhverfi hans er vinsælt til útivistar.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 18. mars 2023 kl. 06:30

Áningarstaðir sunnan við Þorbjörn og vestan Lágafells

Gert verði ráð fyrir stærri áningarstað sunnan Þorbjarnar í deiliskipulagstillögu fyrir Þorbjörn sem var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Þá verði jafnframt gert ráð fyrir einum til tveimur minni áningarstöðum vestan Lágafells.

Tillaga að viðbrögðum við umsögnum við skipulagstillöguna var lögð fram í bæjarstjórn nýverið, ásamt uppfærðum gögnum í samræmi við viðbrögð sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd samþykkti viðbrögð við umsögnina 20. febrúar sl. og lagði til framangreindar breytingar á skipulagstillögunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu skipulagsnefndar.