Langbest
Langbest

Fréttir

Áningarstaðir sunnan við  Þorbjörn og vestan Lágafells
Þorbjörn og umhverfi hans er vinsælt til útivistar.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 18. mars 2023 kl. 06:30

Áningarstaðir sunnan við Þorbjörn og vestan Lágafells

Gert verði ráð fyrir stærri áningarstað sunnan Þorbjarnar í deiliskipulagstillögu fyrir Þorbjörn sem var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Þá verði jafnframt gert ráð fyrir einum til tveimur minni áningarstöðum vestan Lágafells.

Tillaga að viðbrögðum við umsögnum við skipulagstillöguna var lögð fram í bæjarstjórn nýverið, ásamt uppfærðum gögnum í samræmi við viðbrögð sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd samþykkti viðbrögð við umsögnina 20. febrúar sl. og lagði til framangreindar breytingar á skipulagstillögunni.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu skipulagsnefndar.