Fréttir

  • Almannavarnir loka Valahnjúk vegna risasprungu
    Myndir: Eggert Sólberg Jónsson
  • Almannavarnir loka Valahnjúk vegna risasprungu
Miðvikudagur 21. desember 2016 kl. 10:53

Almannavarnir loka Valahnjúk vegna risasprungu

Í samráði við Almannavarnir og Reykjanesbæ hefur Valahnjúk á Reykjanesi verið lokað fyrir umferð fólks. Stór sprunga við brún Valahnjúks hefur stækkað undanfarið og óhjákvæmilega mun sá hluti hrynja úr hnúknum.
 
Varhugavert getur verið að vera nálægt brúninni ef og þegar hrun á sér stað. 
 
„Í samráði við almannavarnir og Reykjanesbæ var því tekin sú ákvörðun fyrir síðustu helgi að loka fyrir uppgöngu á Valahnúk. Lokunin gildir þar til annað verður ákveðið. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun skilning og upplýsið ykkar ferðamenn um hættuna sem fylgir uppgöngu ef þeir taka ekki mark á merkingum á svæðinu,“ segir Eggert Sólberg Jónsson hjá Reykjanes Geopark á vef ferðaþjóna á Reykjanesi á Facebook.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024