Fréttir

Á sjúkrahús eftir bílveltu
Þriðjudagur 12. október 2021 kl. 10:07

Á sjúkrahús eftir bílveltu

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Hvassahraun í gær þegar bifreið með kerru aftan í valt. Kerran fór að sveiflast til og tók á endanum bifreiðina með sér út af veginum. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Árekstur varð á Suðurstrandarvegi í fyrradag, en hann var minni háttar og engin slys á fólki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Afskipti hafa verið höfn af allmörgum ökumönnum á síðustu dögum vegna hraðaksturs eða gruns um vímuefnaakstur. Þrír hinna síðarnefndu óku sviptir ökuréttindum og einn var með fíkniefni í fórum sínum. Nokkrir voru kærðir fyrir hraðakstur.

Þá var í tveimur málum höfð afskipti af ungum piltum sem voru á ferðinni á torfæruhjólum, sumum í það minnsta óskráðum. Forráðamönnum var gert viðvart , þar sem ökumennirnir voru ólögráða og tilkynning send til barnaverndar.