Langbest
Langbest

Aðsent

Yfirlýsing frá Rödd unga fólksins
Mánudagur 23. maí 2022 kl. 17:27

Yfirlýsing frá Rödd unga fólksins

Sunnudaginn 15. maí síðastliðinn bauð Miðflokkurinn okkur á fund með sér til að ræða myndun meirihlutasamstarf. Á þeim fundi lýsti Rödd unga fólksins því yfir að það myndi ekki ganga eftir.

Miðflokkurinn ræddi sama dag við Framsókn um meirihlutasamstarf en gekk það sömuleiðis ekki upp.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Eftir miklar umræður hjá Rödd unga fólksins var ákveðið að funda aftur með Miðflokknum og reyna að finna sameiginlegan hljómgrunn.
Nú hefur Rödd unga fólksins og Miðflokkurinn fundað þrisvar sinnum til að reyna að taka ákvörðun hvort flokkarnir geti starfað saman í meirihluta næstu fjögur árin. Umræðan var málefnaleg en skarast flokkarnir töluvert á.

Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins.

Vegna þessara ástæðna ætlar Rödd unga fólksins ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Ákvörðunin var mjög erfið. Því eins og staðan er í dag þá ríkir ekki fullt traust til flokksins og án trausts er á litlu að byggja. Þetta er erfið staða að vera í. Við þurftum auðvitað að hugsa um hagsmuni bæjarins og okkar flokks þegar okkar ákvörðun var tekin.

Umræðan sem á sér stað í okkar litla samfélagi er að okkar mati mjög óvægin í okkar garð. Að það sé undir okkar flokki, með sín 13,2% atkvæða, komið hvort að ákveðinn flokkur eigi að sitja í meirihluta eða ekki.

Við tókum vel ígrundaða ákvörðun og stöndum og föllum með henni.
Grunnurinn að farsælu samstarfi er alltaf traust og því miður ríkir það ekki hjá Rödd unga fólksins gagnvart Miðflokknum.