Flugvöllur í Lönguskerjum fásinna

Þessa daganna er byrjað að flytja verkefni frá varnarliðinu yfir til íslendinga vegna reksturs Keflavíkurflugvallar. Rekstur flugbrauta og slökkviliðs verður fluttur til Flugmálastjórnar og kostnaður við þessa þætti einvörðungu er um 1.5 milljarðar á hverju ári. Ljóst er að kostnaðurinn á eftir að vaxa mikið á næstu misserum þegar annar kostnaður fellur á íslenska ríkið.
Fari flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni er eini raunhæfi kosturinn að flytja hann til Keflavíkurflugvallar. Allar hugmyndir um nýjan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur eru ekki einungis óraunhæfar heldur óskynsamlegar.
Viktor B. Kjartansson
Talsmaður Flugkef – samtaka um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur
Mynd úr kynningu Framsóknarmanna í Reykjavík.