Aðsent

Betri bæ fyrir okkur öll!
Fimmtudagur 12. maí 2022 kl. 11:52

Betri bæ fyrir okkur öll!

Nú styttist í kosningar og við, íbúar Reykjanesbæjar, þurfum að gera upp hug okkar hvaða málefni skipta okkur máli og hvaða fólki við treystum til leiða bæinn okkar næstu fjögur árin. 

Listi Framsóknar í Reykjanesbæ er skipaður öflugum einstaklingum sem vilja láta gott af sér leiða fyrir samfélagið  okkar. Við búum yfir ólíkri reynslu og höfum fjölbreytt áhugasvið. Við brennum  öll fyrir að gera góðan bæ enn betri.  Nú er kominn tími til að snúa vörn í sókn, skipuleggja til framtíðar og koma góðum verkefnum í framkvæmd. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Okkar helstu áhersluatriði eru eftirfarandi:  

  • Börnin mikilvægust: Styðjum börn svo þau blómstri í fjölskyldunni, skólum, íþróttum og tómstundum - og aukum þannig kraft samfélagsins.
  • Vellíðan íbúa: Aukum lífsgæði og samskipti bæjarbúa og veitum jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju.
  • Vistvænt samfélag: Vinnum í átt að sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir, hömpum náttúrufegurðinni og gerum bæinn grænan og áhugaverðari.
  • Fjölbreytt störf: Nýtum framsækna skóla til að næra nýsköpun, skapa vel launuð störf og gera bæinn að eftirsóttum stað til búsetu.
  • Kraftur fjölbreytileikans: Nýtum til fulls kosti fjölbreytileikans og eflum alla bæjarbúa til að búa sér og börnum sínum gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu.
  • Skilvirk þjónusta: Þróum í sameiningu þjónustu sveitarfélagsins og mætum síbreytilegum þörfum íbúa.

Grundvöllur þess að ná ofangreindum markmiðum og halda áfram  uppbyggingu innviða Reykjanesbæjar, er að reka sveitarfélagið með ábyrgum hætti. Á það leggjum við þunga áherslu!

Við Framsóknarfólk höfum sýnt áræðni, framsýni og dugnað í störfum okkar og við viljum halda því áfram. Til þess þurfum við ÞINN  stuðning . Því hvet ég ÞIG  til að setja X við B laugardaginn 14.maí næstkomandi.

Unnur Ýr Kristinsdóttir
12. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitastjórnarkosningar - 14. maí næstkomandi.