Íþróttir

Stórleikur Óla Ólafs gegn Stjörnunni
Fimmtudagur 15. febrúar 2018 kl. 23:18

Stórleikur Óla Ólafs gegn Stjörnunni

Grindavík mætti Stjörnunni í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld í Garðabænum og unnu þeir stórsigur á heimamönnum en lokatölur leiksins voru 81-100.
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur átti stórleik í kvöld en hann skoraði 31 stig og tók 8 fráköst. Grindavík leiddi allan leikinn en eftir fyrsta leikhluta var staðan 25-12 og í hálfleik var staðan51-39 fyrir Grindavík , þegar þriðja leikhluta lauk hélt Grindavík öruggri forystu sinni áfram 74-56.

Ljóst er að Grindavík kemst ekki í í hóp fjögurra efstu liðanna fyrir úrslitakeppni en er samt sem áður öruggt inn í hana en átta efstu sætin komast í úrslitakeppnina sjálfa.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðrir stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru, Dagur Kár Jónsson 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 17 stig og 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Ingvi Þór Guðmundsson 11 stig og 4 fráköst.