Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öll Suðurnesjaliðin í undanúrslitum
Krakkarnir í stúkunni eru farnir að setja upp grímu eins og Þorvaldur Orri. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 26. apríl 2024 kl. 14:56

Öll Suðurnesjaliðin í undanúrslitum

Það voru ótrúlegar lokasekúndurnar í átta liða úrslitum Subway-deildar karla þegar Njarðvíkingum tókst að tryggja sér síðasta lausa sætið í undanúrslitum með dramatískum sigri á Þór Þorlákshöfn. Úrslitin réðust á flautukörfu Þorvalds Orra Árnasonar í framlengingu eftir að Þórsarar hafi virst vera að tryggja sér sigur með troðslu og 0,9 sekúndur eftir á klukkunni og Njarðvík tók leikhlé. Eftir leikhlé var boltinn sendur á Þorvald Orra sem var aleinn og yfirgefinn með langt skot fyrir höndum. Hann setti skotið eins hreint niður og hægt er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík - Þór Þ. 98:97

(34:28 | 18:21 | 25:22 | 10:16 | 11:10)

Dwayne Lautier-Ogunleye var öflugur í gær

Stig Njarðvíkur: Dwayne Lautier-Ogunleye 26 stig, Domynikas Milka 25 stig, Mario Matasovic 14 stig, Chaz Williams 13 stig, Veigar Páll Alexandersson 11 stig, Þorvaldur Orri Árnason 9 stig og Maciej Baginski 2 stig.


Deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti Stjörnunni í Blue-höllinni.
Öll Suðurnesjaliðin eru komin í undanúrslit Subway-deilda karla og kvenna, það eru sex lið af átta.

Undanúrslit Subway-deildar kvenna hefjast um helgina þegar Keflavík tekur á móti Stjörnunni á laugardag og á sunnudag mætast Grindavík og Njarðvík í Smáranum.

Undanúrslitin hjá körlunum hefjast svo strax eftir helgi með leik Vals og Njarðvíkur á mánudeginum og leikur Grindavíkur og Keflavíkur verður spilaður á þriðjudag.