Íþróttir

Stórleikir í bikarnum á Suðurnesjum
Miðvikudagur 25. maí 2016 kl. 09:19

Stórleikir í bikarnum á Suðurnesjum

Keflavík-Fylkir og Grindavík-KA í kvöld

Bikarkeppni karla í fótbolta er á fullu skriði um þessar mundir og í kvöld fara fram stórir leikir hér á Suðurnesjum.

Fyrst ber að nefna toppslag úr 1. deildinni, en Grindvíkingar taka þá á móti sterku KA liði á Grindavíkurvelli. Bæði lið hafa farið vel af stað í sumar og sitja Grindvíkingar ósigraðir á toppi deildarinnar á meðan KA-menn hafa tapað einum leik og sitja í þriðja sæti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar fá úrvalsdeildarlið Fylkis í heimsókn á Nettóvöll en Fylkismenn eru sem stendur á botni úrvalsdeildar. Keflvíkingar hafa tvisvar þurft að sætta sig við jafntefli það sem af er í deildarkeppni en eru enn ósigraðir það sem af er sumri.

Víðismenn leika einnig á heimavelli sínum en þá koma fyrrum lærisveinar Tommy Nilsen úr Sindra í heimasókn, en hann þjálfar nú Víðismenn. Garðbúar hafa byrjað sumarið glimrandi vel og hafa ekki tapað leik ennþá.