Íþróttir

Skoti til Njarðvíkur
James er hægra megin á myndinni. Mynd/umfn.is
Þriðjudagur 24. júlí 2018 kl. 09:43

Skoti til Njarðvíkur

Knattspyrnufélag Njarðvíkur hefur gert samning við skoskan miðjumann, James Dale en leikmaðurinn kemur frá skoska liðinu Brechin City. James er 25 ára enskur miðjumaður sem er uppalinn hjá Reading og Bristol Rovers, hann gekk til liðs við Forfar Athletic FC í Skotlandi árið 2013 og lék með þeim í tvö tímabil og spilaði 65 leiki í Scottish League One (skoska C-deildin). Árið 2015 skipti hann yfir í Brechin City þar sem hann lék í þrjú tímabil og spilaði 80 leiki í Scottish League One og Scottish Championship (skoska C og B deildin). Samtals hefur hann spilað tæplega 150 leiki í Skotlandi. Greint er frá þessu inn á UMFN.is.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024