Íþróttir

Sannfærandi hjá Suðurnesjamönnum
Mánudagur 22. september 2014 kl. 09:47

Sannfærandi hjá Suðurnesjamönnum

Suðurnesjaliðin voru í eldlínunni í Lengjubikar karlaí körfubolta í gær en bæði Grindvíkingar og Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigra. Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á KFÍ á heimavelli sínum þar sem lokatölur urðu 111-63. Oddur Pétursson var atkvæðamestur Njarðvíkinga í leiknum með 21 stig en Logi Gunnarsson skoraði 20.

Grindvíkingar unnu sömuleiðis sannfærandi sigur gegn Valsmönnum, 109-72. Þar var Ómar Sævarsson í stuði en hann skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Oddur Rúnar Kristjánsson nýr leikmaður liðsins, var svo með 17 stig og 13 stoðsendingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tölfræðin:

Njarðvík-KFÍ 111-63 (23-14, 32-20, 26-11, 30-18)
Njarðvík: Oddur Birnir Pétursson 21/4 fráköst, Logi Gunnarsson 20/6 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ragnar Helgi Friðriksson 9/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 8, Dustin Salisbery 6, Ólafur Aron Ingvason 6/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 4/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3, Óli Ragnar Alexandersson 0.

Grindavík-Valur 109-72 (24-15, 20-26, 37-15, 28-16)
Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 24/10 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 17/13 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Hilmir Kristjánsson 15, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst/5 stolnir, Magnús Már Ellertsson 5, Nökkvi Harðarson 3/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.