Íþróttir

Samúel Kári leiðir U17 landslið Íslands
Samúel Kári Friðjónsson leikur í stöðu miðvarðar.
Þriðjudagur 7. ágúst 2012 kl. 15:07

Samúel Kári leiðir U17 landslið Íslands

U17 landslið karla í fótbolta leikur annan leik sinn á Opna Norðurlandamótinu í dag og eru mótherjarnir U19 landslið Færeyinga, heimamanna, og fer leikurinn fram í Tóftum núna kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur gert 7 breytingar á byrjunarliði Íslands frá tapleiknum gegn Svíum í gær, sem þýðir að allir þeir leikmenn sem ekki byrjuðu gegn Svíum byrja í dag. Fyrirliði liðsins er hinn 16 ára gamli Keflvíkingur Samúel Kári Friðjónsson en hann þykir mikið efni.

Hér má sjá byrjunarlið Íslands

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Byrjunarlið Íslands (4-4-1-1)

Markvörður

Hlynur Örn Hlöðversson

Hægri bakvörður

Baldvin Ingimar Baldvinsson

Vinstri bakvörður

Gunnar Logi Gylfason

Miðverðir

Samúel Kári Friðjónsson (fyrirliði) og Gauti Gautason

Miðtengiliðir

Kári Pétursson og Alexander Helgi Sigurðsson

Hægri kantmaður

Eiríkur Ari Eiríksson

Vinstri kantmaður

Ásgeir Sigurgeirsson

Sóknartengiliður

Kristinn Skæringur Sigurjónsson

Framherji

Magnús Pétur Bjarnason