HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Íþróttir

Ragnheiður Sara keppir í beinni útsendingu
Þriðjudagur 20. mars 2018 kl. 14:35

Ragnheiður Sara keppir í beinni útsendingu

- Yfir milljón fylgjendur á Instagram

Crossfit- konan Ragnheiður Sara hefur tvisvar sinnum komist inn á heimsleikana í Crossfit en hún hafnaði í 3. sæti árið 2016 og í því fjórða árið 2017. Vinsældir Ragnheiðar Söru hafa aukist ár frá ári og hefur hún nú yfir milljón fylgjendur á Instagram.

Nú stendur yfir keppni „OPEN“ mótaröð í Crossfit, en það er undankeppni fyrir Evrópuleikana, sem er lokakeppni fyrir Heimsleikana í Crossfit. Lokakeppnin mun fara fram í ágúst í Madison, USA,
keppnin stendur yfir í fimm vikur og er viðureignin sú síðasta á „OPEN“ mótaröðinni.

Public deli
Public deli

Þrjár af bestu Crossfit- konum heims, þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Annie Mist Þórisdóttur og Katrín Tanja Davíðsdóttir, munu etja kappi í beinni útsendingu frá Crossfit Reykjavík. Búast má við að mörg hundruð þúsund manns muni fylgjast með keppninni í beinni netútsendingu.

Viðburðinum verður sjónvarpað beint frá heimasíðu heimsleika Crossfit.