Íþróttir

Öruggur Njarðvíkursigur í grannaslag
Mynd Karfan.is
Fimmtudagur 19. janúar 2017 kl. 09:39

Öruggur Njarðvíkursigur í grannaslag

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Grindvíkingar léku án erlends leikmanns en þær sitja sem fyrr á botni deildarinnar. Njarðvíkingar eru í 5. sæti eftir sigurinn. Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stjörnuleikinn þar sem hún skoraði 44 stig og tók 19 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 7 boltum.

Njarðvík-Grindavík 81-61 (27-14, 14-18, 21-19, 19-10)

Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 44/19 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Soffía Rún Skúladóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 6/7 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6/9 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/9 stoðsendingar, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Erna Freydís Traustadóttir 2, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík: Andra Björk Gunnarsdóttir 22/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 17/8 fráköst, Íris Sverrisdóttir 11/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6/7 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 2, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Petrúnella Skúladóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0.