Íþróttir

Opið mót á Húsatóftavelli um helgina
Frá Húsatóftavelli...reyndar að sumri til.
Föstudagur 21. nóvember 2014 kl. 09:28

Opið mót á Húsatóftavelli um helgina

- allir kylfingar vekomnir.

Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir opnu móti á Húsatóftavelli laugardaginn 22. nóvember næstkomandi. Leikið verður inn á sumarflatir af hefðbundum teigum vallarins. Um er að ræða frábært tækifæri til að leika golf við fínustu aðstæður í nóvember á Íslandi en völlurinn er enn í frábæru ásigkomulagi þrátt fyrir að vetur konungur sé farinn að banka á dyrnar. Flatirnar eru enn frábærar líkt og í sumar. Þetta kemur fram á vefsvæði Grindavíkurbæjar.

„Þeir kylfingar sem léku á Húsatóftavelli um síðustu helgi voru mjög ánægðir með gæði vallarins,“ segir Jón Júlíus Karlsson, ritari stjórnar Golfklúbbs Grindavíkur. „Einn helsti kostur Húsatóftavallar er hversu vel honum tekst að skila frá sér vatni og því er bleyta ekki vandamál. Ef veður verður áfram milt þá verður hægt að leika golf á Húsatóftavelli fram eftir vetri. Við Grindvíkingar erum bjartsýnir.“

Nánari upplýsingar hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024