JS Campers
JS Campers

Íþróttir

Kristján Pétur valinn bestur
Miðvikudagur 20. september 2017 kl. 11:11

Kristján Pétur valinn bestur

-Þróttur Vogum gerði knattspyrnusumarið upp um helgina

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hélt lokahóf sitt síðastliðinn laugardag og gerði sumarið upp. Þróttur vann Reynir Sandgerði sama dag og tryggði sér þar með sæti í 2. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mikil fagnaðarlæti voru um kvöldið og fjölluðu Víkurfréttir meðal annars um það hér en einhverjir í bænum urðu svefnvana það kvöldið.

Besti leikmaður Þróttara var Kristján Pétur Þórarinsson og markakóngur sumarsins var Andri Björn Sigurðsson með níu mörk. Hrólfur Sveinsson og Ísak Breki Jónsson voru efnilegustu leikmenn Þróttara. Páll Guðmundsson var heiðraður á lokahófinu fyrir 100 leiki sína með liðinu en hann náði þeim áfanga í sumar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar á lokahófinu.