Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Árlegt Ponsumót í fimleikum
Myndir frá fimleikadeild Keflavíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 5. maí 2024 kl. 06:02

Árlegt Ponsumót í fimleikum

Sumardaginn fyrsta fór fram Ponsumót hjá fimleikadeild Keflavíkur. Fimleikamótið er árlegt vinamót milli Keflavíkur, Bjarkanna og Stjörnunnar. Mótið hefur verið haldið til fjölda ára og lagt er upp úr því að allir fari glaðir heim að móti loknu. Keflavík sendi flottan hóp af ungum og upprennandi fimleikadrottningum sem margar voru að keppa í fyrsta sinn á fimleikamóti.

Allar stóðu sig virkilega vel og fengu stúlkurnar góða reynslu í reynslubankann, framtíðin er björt hjá þessum stúlkum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024