Flugger
Flugger

Íþróttir

Íslandsmeistaramót grunnskóla í rafíþróttum
Keppendur frá RAFÍK á Íslandsmóti grunnskóla. Mynd/RAFÍK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 6. maí 2024 kl. 06:05

Íslandsmeistaramót grunnskóla í rafíþróttum

Það var rosalega gaman hjá þátttakendum á Íslandsmeistaramóti grunnskóla í rafíþróttum sem fram fór um þarsíðustu helgi. Keppendur frá RAFÍK (rafíþróttadeild Keflavíkur) tóku þátt í mótinu og var keppt í Fortnite, Valorant, Minecraft og Fallguys.

Fannar, Ásgrímur Bragi, Alexander og Bragi.
Róbert Aron.

RAFÍK vann til þriggja Íslandsmeistaratitla á mótinu en Bragi Sigurður Óskarsson vann Fortnite Solo í eldri flokki, Bragi Sigurður Óskarsson og Alexander Liljar Brynjarsson unnu Fortnite Duo í eldri flokki og Róbert Aron Hafþórsson vann Fallguys yngri flokkinn. Þá urðu Fannar Ingi Hreinsson og Ásgrímur Bragi Viðarsson í öðru sæti í Fortnite Duo eldri flokki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Við erum rosalega stolt með okkar þátttöku í þessu móti og stóðu allir iðkendur sig rosalega vel og það sem skiptir mestu að það skemmtu sér allir,“ sagði Atli Már Guðfinnsson, yfirþjálfari Rafíþróttafélags Keflavíkur.

Mikil aukning hefur verið í rafíþróttir að undanförnu og í sumar verða námskeið í rafíþróttum hjá rafíþróttadeild Keflavíkur þar sem lögð verður áhersla á félagslega samveru og hreyfingu í bland við kynningu og spilun á hinum ýmsu tölvuleikjum. Hvert námskeið er átta dagar og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu deildarinnar.