Karlakórinn
Karlakórinn

Íþróttir

Keflvíkingar nánast fallnir
Frá leik liðanna fyrr í sumar, eina leiknum sem Keflavík hefur unnið það sem af er móti.
Sunnudagur 30. ágúst 2015 kl. 21:17

Keflvíkingar nánast fallnir

3-0 tap í Eyjum - Frammiststaðan ekki góð

Keflavíkingar voru illa leiknir af ÍBV í Vestmanaeyjum fyrr í dag en með sigrinum settu Eyjamenn Keflvíkinga allt að því niður í 1. deild.

Eyjamenn voru ekkert að dunda sér við hlutina og byrjuðu að þjarma að marki gestanna frá upphafi og aðeins markslánni munaði á 3. mínútu leiksins þegar Jose Enrique Sito átti ágæta tilraun. Frákstið hrökk fyrir Bjarna Gunnarsson sem ekki tókst að hitta á rammann. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ian Jeffs skoraði svo mark fyrsta mark ÍBV beint úr aukapsyrnu á 30. mínútu og setti tóninn að því sem koma skyldi. Aðeins um 8 mínútum síðar fékk ÍBV dæmda vítaspyrnu eftir að Einar Orri Einarsson hafði gerst brotlegur innan teigs. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og heimamenn með tveggja marka forystu rétt fyrir hálfleik. 

Martin Hummervoll var mest áberandi í sóknarleik Keflvíkinga í leiknum en enginn marktiraun hans endaði þó í netinu. Þeir Haukur Ingi og Jóhann Birnir gerðu 3 breytingar á liði sínu, þ.á.m. kom Hörður Sveinsson inn í byrjunarliðið fyrir Chuck sem ekki hefur fundið taktinn með Keflavík. 

Um miðbik síðari hálfleiks, eða á 74. mínútu, ráku Eyjamenn síðasta naglann í líkkistu Keflvíkinga og sendu þá um borð í millideildarferjuna sem bíður nú við strendur Suðurnesja eftir því eina stigi sem vantar uppá þannig að hægt verði að tala um það formlega. Ian Jeffs var þá aftur að verki, að þessu sinni kom hann boltanum ekki sjálfur yfr línuna en aukaspyrna hans sem var varin af Sindra Ólafssyni endaði við lappir Hafsteins Bríem sem var réttur maður á réttum stað.

Ekki voru skoruð fleiri mörk á Hásteinsvelli og niðurstaðan skýr. Eyjamenn voru mun betra liðið á vellinum og áttu þrjú stigin alltaf skilið. Sú grimmd og sú vilji sem hefði þurft til frá Keflvíkingum til að vera með í umræðunni voru hvergi sjáanleg og það er ljóst með þessum úrslitum að Keflvíkingar verða að stóla á að bæði ÍBV og ÍA fái ekki nema 1 stig af þeim 12 sem í boði eru, að því gefnu að Keflvíkingar sigri alla sína fjóra leiki í leiðinni. 

Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfara Keflavíkur, var niðurlútur að leikslokum og sagði frammistöðuna heilt yfir dapra og að hver maður þyrfti að líta í eigin barm.

„Við þurfum að vita hvað veldur því að leikmenn leggja ekki meira á sig í svona leik. Við þjálfararnir þurfum líka að skoða okkar mál og allir sem koma að þessu“

Keflavík þarf aðeins 5 stig í viðbótar til þess að verða ekki lélegasta liðið í sögu 12 liða úrvalsdeildar á Íslandi og eru því næstu leikir mikilvægir fyrir fleiri sakir en draumkenndar líkur á því að halda Pepsí-deildar sætinu.

Nú verður Pepsí deildin sett á stopp vegna landsleikja og hafa Keflvíkingar fram að 13. september til að finna lausnina á því hvernig leggja eigi Valsmenn að velli.

[email protected]