Flugger
Flugger

Fréttir

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup með 52% atkvæða
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 14:06

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup með 52% atkvæða

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir var kjörin biskup Íslands en hún hlaut 52,19% atkvæða. Keflvíkingurinn Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 46,97% atkvæða. Kjörsókn var 88,85% en á kjörskrá voru 2.286, 166 prestar og djáknar og 2.119 leikmenn.

Guðmundur Karl sendi frá sér eftirfarandi pistil á Facebook síðu sinni í kjölfarið.
Kæru vinir.
Nú liggja úrslit kosninganna fyrir.
Þakklæti er mér efst í huga. Þakklæti fyrir stuðning ykkar, þakklæti til allra vina minna sem veittu mér góð ráð, lyftu grettistaki í úthringingum og báðu fyrir mér á þessari vegferð.
Ég átti gott samtal við sr. Guðrúnu Karls Helgudóttir áðan. Ég bið henni heill í þjónustu sinni og Þjóðkirkjunni Guðs blessunar.

Guðmundur Karl var í viðtali í Víkurfréttum fyrr í vor sem sjá má hér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024