Íþróttir

Keflavíkurstúlkur náðu ekki að klára dæmið í Hólminum
Thelma lék vel í kvöld í Hólminum en Keflavíkurstúlkur urðu að játa sig sigraðar.
Sunnudagur 23. apríl 2017 kl. 21:04

Keflavíkurstúlkur náðu ekki að klára dæmið í Hólminum

Snæfelsstúlkur héldu lífi í úrslitakeppninni þegar þær lögðu Keflavík í mögnuðum leik í Stykkishólmi í þriðja leik liðanna í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 68-60. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Keflavík sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum í TM höllinn í Keflavík á miðvikudagskvöld.

Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en heimastúlkur náðu 13 stiga forskoti þegar flautað var til leikhlés, 40-27. Keflvíkingar jöfnuðu í þriðja leikhluta en framlag Aaryn Ellenberger skipti sköpum þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka en þá skoraði hún mörg mikilvæg stig, þar á meðal magnaða körfu þegar boltinn var að fara út af vellinum og tryggði Snæfelli sigur í þriðja leiknum. Hún skoraði 33 stig og tók 11 fráköst og sýndi svipaða takta og í fyrsta úrslitaleik liðanna.

Óvænt uppákoma varð þegar Birna Valgerður sparkaði í óánægjusinni í leikmann Snæfells í fjórða leikhluta og var rekinn af velli fyrir vikið. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort hún verði í leikbanni í fjórða leiknum í Keflavík á miðvikudaginn.

Keflavík: Ariana Moorer 17/20 fráköst/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/9 fráköst/3 varin skot, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 2.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024