Keflavík styrkir stöðu sína á toppi Inkasso-deildarinnar

Keflavík sigraði Þrótt Reykjavík 1:0 í Inkasso-deildinni í kvöld. Það var Lasse Rise sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu. Rise snéri af sér varnarmann og gjörsamlega hamrar boltann upp í samskeytin. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá Keflavík sem styrkir stöðu sína á toppi deildarinnar.