Góður árangur Njarðvíkinga á glímumóti

Njarðvíkingarnir Gunnar Örn Guðmundsson og Daníel Dagur Árnason fóru með fimm manna unglingalandsliði Íslands í til Englands í síðustu viku. Þeir voru að keppa í Keltneskri glímu fyrir hönd Glímusambands Íslands

Þar glímdu þeir á þremur mótum í unglinga- og fullorðinsflokk en Daníel náði að leggja andstæðinga sína í nokkrum viðureignum og Gunnar varð þriðji í fullorðinsflokk á einu mótinu ásamt því að verða annar í flokki sextán ára og yngri. Þá varð hann annar í fullorðinsflokki á sama móti.