Íþróttir

Bjarni Darri vann fullorðinsflokkinn á Sleipnismótinu í júdó
Þriðjudagur 5. desember 2017 kl. 10:05

Bjarni Darri vann fullorðinsflokkinn á Sleipnismótinu í júdó

Bjarni Darri Sigfússon vann fullorðinsflokkinn á Sleipnismótinu í júdó sem fram fór um helgina. Keppendur á mótinu voru um tuttugu talsins. Ægir Már Baldvinsson var í öðru sæti og Ingólfur Rögnvaldsson í því þriðja.

Í unglingaflokki sigraði Jóhannes Pálsson, Bjartmar Þorsteinsson endaði í öðru sæti og í því þriðja var Jóel Helgi Reynisson.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í barnaflokki sigraði Sigmundur Þengill, í öðru sæti var Leopold og í þriðja sæti voru þau Stefán Steinn og Guðbjörg.

Eftir mótið var júdófólk Júdódeildarinnar valið en í þetta skipti var Heiðrún Fjóla Pálsdóttir „Júdókona JDN“ og Ægir Már Baldvinsson „Júdómaður JDN“.

Þá var Kári Ragúels Víðisson valinn efnilegastur en hann hefur komið inn í júdóheiminn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hefur ekki verið lengi í greininni en sigrað nokkur sterkustu mótin á klakanum og einnig þjálfar hann yngstu flokkana sem og tekur þátt í öllu félagsstarfi deildarinnar.