Íþróttir

Bikarmeistararnir fara illa af stað í kvennakörfunni
Laugardagur 6. október 2018 kl. 17:49

Bikarmeistararnir fara illa af stað í kvennakörfunni

Annað tap Keflvíkinga í röð

Annar ósigurinn í röð er staðreynd hjá meistaraefnum Keflavíkur í kvennakörfunni, að þessu sinni töpuðu þær gegn Snæfell 87:75 á útivelli. Snæfellskonur náðu strax 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta og litu aldrei tilbaka eftir það. Mestur varð munurinn 21 stig og því sáu Keflvíkingar aldrei fram á að næla í sigurinn í Hólminum að þessu sinni.

Brittanny Dinkins var langbest Keflvíkinga með 35 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Bryndís Guðmunds var hinn Keflvíkingurinn í tveggja stafa tölu með 17 stigum. Eftir tvær umferðir eru Keflvíkingar á botni deildarinnar án sigurs, en fyrir mót var þeim spáð Íslandsmeistaratitli. Þær eru ríkjandi bikarmeistarar síðustu tveggja ára og nýverið meistarar meistaranna.

Tölfræðin úr leiknum

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024