Íþróttir

Áttunda tapið í röð hjá Njarðvíkingum
Hrund Skúladóttir í leik Njarðvíkur í Ljónagryfjunni.
Miðvikudagur 22. nóvember 2017 kl. 23:22

Áttunda tapið í röð hjá Njarðvíkingum

Lið Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta virðist ekki ætla að ná sér á strik í deildinni en þær töpuðu áttunda leiknum sínum í röð gegn Skallagrími í kvöld. Leikurinn endaði 86-79.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og voru yfir eftir fyrsta leikhluta þegar staðan var 20-25. Munurinn minnkaði hins vegar þegar í seinni hálfleik var komið og tók lið Skallagríms forystuna sem skilaði þeim sigri að leikslokum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stigahæst í liði Njarðvíkinga var Shalonda R. Winton en hún var með 35 stig og 17 fráköst. Björk Gunnarsdóttir var með 9 stig og 4 fráköst og Hrund Skúladóttir var með 8 stig.

Næsti leikur Njarðvíkinga verður næstkomandi laugardag kl. 16:30 þegar liðið fær Hauka í heimsókn í Ljónagryfjuna.