Íþróttir

Arnar setti tvö ný Íslandsmet í Englandi
Mánudagur 31. ágúst 2015 kl. 09:34

Arnar setti tvö ný Íslandsmet í Englandi

- var við æfingar og keppni í Coventry

Keflvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson setti í síðustu viku tvö Íslandsmet í hjólastólakappakstri, wheelchair racing, á Godvia Classic mótinu í Coventry í Englandi. Arnar var við æfingar í tvær vikur þar ytra.
Hann bætti Íslandsmet sitt í 5.000 metra kappakstri um 11 mín. og í 100 metra spretti kom hann í mark á 17,77 sek. en gamla metið átti hann 18,39 sek. Arnar hafnaði í 2. sæti í 100 metrunum og í 7. sæti í 5.000 metrunum.
„Tvö Íslandsmet á Godiva Classic sem lauk í dag og verð ég bara að vera sáttur við það miðað við aðstæður í dag. Grenjandi rigning svo allt fór úr skorðum og hætt var við 200m race-ið vegna þess að brautin var eins og sundlaug! En hvað gera sannir Íslendingar... biðja bara um fá að fara 5000m í staðinn og bæta þar Íslandsmetið úr 16:50:81 í 15:39:85,“ sagði Arnar á Facebook síðu sinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Arnar Helgi var við æfingar og keppni í Coventry í síðustu viku en að neðan má sjá hann í keppni á Ítalíu fyrr í sumar.