Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Nýr meirihluti D- og G-lista í Grindavík
Föstudagur 6. júní 2014 kl. 10:34

Nýr meirihluti D- og G-lista í Grindavík

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Lista Grindvíkinga hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Samningaviðræður flokkana gengu vel en samstarfssamningur milli þeirra verður undirritaður eftir helgi.

Flokkarnir stefna að því að endurráða núverandi bæjarstjóra Róbert Ragnarsson. Þá er samkomulag milli flokkana að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ.

Hjálmar Hallgrímsson, oddviti sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins og Kristín María Birgisdóttir, oddviti Lista Grindvíkinga verður forseti bæjarstjórnar sama tímabil og svo öfugt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024