Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hættumat uppfært: Hraun geti runnið hratt til suðurs
Þriðjudagur 30. apríl 2024 kl. 19:10

Hættumat uppfært: Hraun geti runnið hratt til suðurs

Hættan á svæði 4 (Grindavík) hefur verið aukin úr töluverðri hættu í mikla vegna hraunflæðis, þar sem hrauntungan hefur verið að stækka, þó hægt sé, innan svæðisins síðustu daga. Þetta hefur í för með sér að heildarhætta á svæði 4 fer úr töluverðri (appelsínugult) í mikla (rautt). Þetta kom fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag.

Á vísindafundi Veðurstofunnar í morgun var hættumat yfirfarið. Þær breytingar eru á hættumatinu að hætta vegna gjósku hefur verið lækkuð úr töluverðri hættu í litla á svæði 1 og 6. Þessi breyting er gerð vegna þess að það hefur ekki verið mikil gjóska að sleppa út í andrúmsloftið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar að auki eru auknar líkur á að það dragi fljótlega til tíðinda á svæðinu í kringum Sundhnúka og er metið líklegra en áður að hraun geti runnið hratt til suðurs.

Haettusvaedi_VI_30april_2024

(Smelltu hér til að sjá kortið stærra)