Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stranglega bannað að kveikja sinuelda frá 1. maí
Slökkviliðsmenn og -konur hafa átt annríkt síðustu sólarhringa við að berjast við sinu- og gróðurelda víða í umdæmi slökkviliðsins. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 2. maí 2024 kl. 12:57

Stranglega bannað að kveikja sinuelda frá 1. maí

Annríki í gróðureldum

Slökkviliðsmenn og -konur hafa átt annríkt síðustu sólarhringa við að berjast við sinu- og gróðurelda víða í umdæmi slökkviliðsins. Útköll vegna slíkra elda koma nær alla daga, enda einmuna þurrkatíð síðasta hálfa mánuðinn eða svo. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sandgerði og við Grænás í Njarðvík. Í Sandgerði voru íbúar búnir að ráða niðurlögum sinueldsins að mestu þegar slökkvilið kom á staðinn. Í Grænási voru eldar kveiktir á tveimur stöðum og logaði í sinu og mosa. Frá 1. maí er stranglega bannað að kveikja sinuelda til að vernda fuglalíf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024