Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ritstjóri og eigandi Víkurfrétta besti tipparinn?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 4. maí 2024 kl. 17:25

Ritstjóri og eigandi Víkurfrétta besti tipparinn?

Páll Ketilsson, eigandi og ritstjóri Víkurfrétta, getur haldið fram að hann sé besti tipparinn því hann fer inn í sumarið á stallinum, hann vann beitusalann og boltaferða-skipuleggjandann Sigurð Óla Þórleifsson í dag. Þeir enduðu jafnir með 7 leiki rétta en Palli var með 4 á móti 3 í leikjum með einu merki.

Ekki náðist í Pál til að fá viðbrögð hans við sigrinum en leiða má líkur að því að sigurhátíð hans sé hafin og muni standa fram á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spennan í tippleik Víkurfrétta mun ná nýjum hæðum en þá verða tvær undanúrslitaviðureignir.

Grétar Ólafur Hjartarson - Magnús Tóka

Gunnar Már Gunnarsson - Hámundur Örn Helgason.

Sigurvegararnir mætast svo í hreinum úrslitaleik sunnudaginn 19. maí. Eins og margoft hefur komið fram mun sigurvegarinn skella sér helgarfrrð til London og Wembley, á úrslitaleik FA cup á milli Manchester-liðanna, í boði Icelandair og Njóttu ferða.