Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Hræðist mest að keyra á dýr
Laugardagur 4. maí 2024 kl. 06:07

FS-ingur vikunnar: Hræðist mest að keyra á dýr

FS-ingur vikunnar
Nafn: Sara Mist Atladóttir
Aldur: 17
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Ræktin og vera með vinum

Sara Mist Atladóttir er á átjánda ári og kemur frá Sandgerði. Sara Mist er á Fjölgreinabraut í FS og hefur áhuga á að stunda líkamsrækt og vera með vinum. Framtíðarplön Söru eru að mennta sig meira og ferðast.

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut

Hver er helsti kosturinn við FS? Það er gott félagslíf og nálægt heimilinu mínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Salóme í fótbolta.

Skemmtileg saga úr FS? Þegar Bogi kemur með barnið sitt í vinnuna og lætur nemendur hjálpa sér með hann.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Hafþór Ernir.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Ræktin og vera með vinum.

Hvað hræðistu mest? Keyra á dýr.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ástin mín með Daniil.

Hver er þinn helsti kostur? Er hjálpsöm og traust.

Hver er þinn helsti galli? Er dramatísk og hvatvís.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hreinskilni og hjálpsemi.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Mig langar að ferðast og mennta mig meira.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Metnaðarfull.