Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

Nýr veitingastaður opnar á Ásbrú
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 18. desember 2021 kl. 06:33

Nýr veitingastaður opnar á Ásbrú

Take off Bistro er nýr veitingastaður sem opnaði á Ásbrú í haust. „Þetta er bistro staður og ætti að vera skemmtileg viðbót á Suðurnesjum,“ segir Magnús Ólafsson, veitingastjóri en nýi staðurinn er á BB hótel - Ásbrú.

Á Take off Bistro er boðið upp á léttan og fjölbreyttan matseðil, rétti eins og kjúklingavængi, fisk og franskar, rif, úrvals borgara og þá eru einnig vegan réttir á seðlinum.  Í desember er einnig boðið upp á ljúffengan 150 gr. hreindýraborgara í tilefni hátíðanna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Staðurinn er opinn öllum en viðbrögð íbúa Suðurnesja hafa verið mjög góð. 

„Ásbrú er stórt íbúðahverfi og því tilvalið fyrir fólk þar að koma til okkar en auðvitað viljum við sjá sem flesta aðra á Suðurnesjum. Við erum að bæta við fjölbreytni í veitingahúsaflóruna hér á svæðinu,“ segir Magnús sem hefur mikla reynslu úr veitingageiranum. Hann hefur til dæmis starfað á Library og KEF restaurant. 

Nýi staðurinn sem er á 2. hæð BB hótels, tekur 68 manns í sæti og er opin frá kl. 18 til 21.30 og „happy hour“ er kl. 18-19. Þá er bar á hótelinu sem er opinn alla daga og þar er líka hamingjustund kl. 16 til 18.

BB flugvallarhótelið hefur verið vinsælt hjá ferðalöngum en á því eru 138 herbergi. Unnið er að endurbótum og stækkun sem stefnt er að ljúka við á vordögum. Eigendurnir eru þeir Heiðar Reynisson og Kristján Pétur Kristjánsson.