Flugger
Flugger

Mannlíf

Útför Einars P. Gunnarssonar
Laugardagur 6. júlí 2024 kl. 06:52

Útför Einars P. Gunnarssonar

Einar P. Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og liðsmaður gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. júní sl. Einar var 74 ára og glímdi við erfið veikindi síðustu árin.

Einar fæddist í Njarðvík 22. september 1949, sonur hjónanna Jónu Gunnarsdóttur frá Vinaminni í Sandgerði og Gunnars V. Kristjánssonar frá Sólbakka í Ytri-Njarðvík. Hann starfaði hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli en lengst af í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli þar til hann fór á eftirlaun.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Einar var einn af burðarásum gullaldarliðs Keflavíkur í knattspyrnu og hann var Íslandsmeistari með liðinu í þrígang, 1969, 1971 og 1973. Þá var hann fyrirliði liðsins þegar það hampaði bikarmeistaratitli í fyrsta sinn 1975 og skoraði sigurmark leiksins gegn ÍA á Laugardalsvelli. Einar lék 127 leiki með Keflavík árin 1966 til 1979. Hann var valinn í landslið Íslands og lék tuttugu A-landsleiki á árunum 1969 til 1974. Þá lék Einar ellefu leiki með Keflavík í Evrópukeppnum gegn stórliðum eins og Everton, Tottenham og Real -Madrid.

Eftirlifandi eiginkona Einars er Þorbjörg R. Óskarsdóttir og eignuðust þau tvo syni, Óskar f. 1968 og Gunnar f. 1977. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin tvö.

Mikið fjölmenni var við útför Einars sem var frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. júlí. Synir hans og nánir ættingar báru kistu Einars úr Keflavíkurkirkju.