Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Mannlíf

Krían - fluggarpurinn knái
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
laugardaginn 1. maí 2021 kl. 07:59

Krían - fluggarpurinn knái

Það styttist í að krían fari að gera vart við sig er hún kemur hingað til varpstöðva sinna. Þessi spengilegi og tígulegi fluggarpur er virkilega skemmtilegt og krefjandi viðfangsefni fyrir ljósmyndara að eiga við. Hún á kannski ekki eins upp á pallborðið hjá öðrum sem þurfa að fara nærri varplöndum hennar sem hún ver af mikilli hörku.

Varpheimkynni kríunnar eru allt í kringum Norður-heimskautið, norður til Svalbarða og Grænlands, í Evrópu ná þau suður til Bretlandseyja og Hollands. Krían er langförulust allra fugla. Vetrarstöðvarnar eru í Suður-Atlantshafi (við Suður-Afríku) og Suður-Íshafi við Suðurskautslandið og allt austur til Ástralíu. Á haustin fara þær annaðhvort suður með Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku suður til Suður-Íshafsins eða þær fljúga yfir Atlantshafið sunnan miðbaugs og halda síðan suður með austurströnd Suður-Ameríku uns þær koma í Suður-Íshafið. Á vorin fljúga þær í stóru essi (S) norður eftir Atlantshafinu. Krían fylgir því ætisríkum hafsvæðum á farfluginu og nýtir jafnframt staðvinda til að létta undir með langfluginu. Hún velur sér líka lífrík hafsvæði á veturna og vill helst verpa í nánd við gjöful fiskimið.

Sólning
Sólning

Texti og myndir: Jón Steinar Sæmundsson